Hin glæsilega höfuðborg Andalúsíu, rómantísk og yndisleg borg í alla staði!
Heimsferðir bjóða beint flug til Sevilla, höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni.
Sevilla er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. dómkirkjunni, þeirri þriðju stærstu í heimi, Giralda-turninum og Alcázar-höllinni. Í miðborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar, s.s. Santa Cruz, er einstök stemmning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg. Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni.
Sevilla er fjórða stærsta borg Spánar, staðsett í um 80 km fjarlægð frá ströndum Andalúsíu og er höfuðborg Andalúsíu-héraðsins. Í Sevilla skín sólin í allt að 300 daga á ári. Borgin er mikil iðnaðar- og menningarborg og er hún aðallega fræg fyrir upphaf flamenco tónlistar og dansa og einnig fyrir nautaatið, þjóðaríþrótt Spánverja. Í héruðunum í kring er einnig mikil landbúnaðarræktun eins og t.d. sítrusávextir og ólífur.
Borgin er líka þekkt fyrir að þar hvílir Kristófer Kólumbus. Eftir dauða hans hélt hann áfram að ferðast og var hann fyrst jarðaður í Valladolid héraðinu á Spáni þaðan lá leiðin til La Cartuja og svo fór hann yfir Atlantshafið til Dóminíska lýðveldisins og þaðan áfram til Kúbu og að lokum aftur til Spánar og liggur hann núna í Dómkirkjunni í Sevilla sem er ein af þremur stöðum í borginni sem eru á minjaskrá Unesco. Það er einnig Alcázar höllin og skjalasafn Vestur-Indía.
Tapas og flamenco ─ ekta spænsk menning
Áin Guadalquivir rennur í gegnum borgina og er Triana-hverfið hinum megin við ána, en þar er að finna mjög skemmtilega tapasbari og flamenco staði. Einnig er mikið líf meðfram ánni á kvöldin og í görðunum meðfram henni en þar er hægt að setjast niður og skoða mannlífið. Það er óhætt að segja að borgin iði af mannlífi ásamt fjörugu næturlífi.
Santa Cruz hverfið var áður hverfi gyðinga og voru sumar kirkjanna þar áður bænahús gyðinga. Hverfið liggur að Alcázar-hverfunum og frá Patio de Banderas er mjög fallegt útsýni yfir dómkirkjuna. Dómkirkjan er sú þriðja stærsta í heimi og upp úr kirkjunni rís hátt bænaturninn Giralda sem márar byggðu á sínum tíma. Frá turninum er glæsilegt útsýni yfir borgina. Við hliðina á kirkjunni er höllin Alcázar, sem er gríðarlega stór og falleg höll í anda byggingarstíls máranna. Þar eru fallegir hallar- og skrúðgarðar ásamt gosbrunnum og fleiru. Í borginni eru margir fallegir skrúðgarðar og falleg torg eins og t.d. Plaza de España.
Frábært að versla
Eins og kom fram að ofan er óendanlegt úrval verslana í Sevilla. Aðalverslunargöturnar eru Sierpes og Tetuán, sem liggja samsíða auk margra hliðargatna út frá þeim báðum. Við annan enda þeirra eru Plaza del Duque torgið og La Campana, þar sem t.d. El Corte Inglés er. Þarna má finna mörg þekkt vörumerki eins og t.d. Zara, Mango og H&M sem Íslendingar ættu að þekkja vel. Einnig eru víða markaðir sem hægt er að gera góð kaup á í margsskonar varningi.
Gönguferð um Sevilla
Dags: Föstudagur 01. desember
Um 3 klst. ferð
Í göngunni gefst góð yfirsýn yfir miðbæ Sevilla og helstu kennileiti. Sevilla er höfuðborg Andalucíu og sögufræg borg. Hún var mikilvægasta borg Spánar þegar Christopher Columbus sigldi til Suður Ameríku á vegum Spánarkonungshjónanna Isabellu og Ferdinands. Hér var tekið á móti öllu gulli og gersemum sem komu til baka frá Ameríku og var því mikil gróska í borginni á þessum tíma. Hér eru því margar fallegar og merkilegar byggingar sem við ætlum að skoða og við fáum einnig að drekka í okkur allan fróðleikinn og sögurnar sem fylgja þessum byggingum.
Ferðin hefst við Plaza Espana og þeir sem vilja skoða torgið vel geta mætt aðeins áður þar sem ekki verður langt stopp við torgið sjálft í byrjun ferðar. Hist er við gosbrunninn á miðju torginu.
Gullturninn, nautaatshringurinn Maestranza, áin Guadalquivir sem skipverjar glöddust yfir að sigla á, eftir langar ferðir frá Ameríku. Gamla tóbaksverksmiðjan í Sevilla sem nú geymir hvorki meira né minna en háskóla Sevilla borgar. Triana brúin sem svo oft er minnst á í textum ljóða og söngva.
Við skoðum þetta og margt annað sem á vegi okkar verður og ættu allir að fá góða mynd af Sevilla eftir þessa kynnisferð.
Innifalið: Íslensk fararstjórn með heyrnartólum til að heyra vel á meðan á göngunni stendur. Ath! Einungis gönguferð, það er ekki rúta í þessari ferð! Lágmarksþátttaka 20 manns.
Verð kr. 4.900 á mann
Ronda
Dags: Laugardagur 02. desember
Heilsdagsferð
Ronda tilheyrir hinum hvítu þorpum sem eru þekkt í Andalucíu. Þorpið er einstakt þar sem það er byggt alveg út að klettabrún í 750 metra hæð yfir sjávarmáli. Hið mikla El Tajo gljúfur Guadalvin árinnar skiptir borginni í tvennt og er Nýja brúin merkilegt mannvirki og þekkt kennileiti, hún er þó ekki nýrri en svo að hún var byggð á 18. öld.
Ronda var í miklu uppáhaldi hjá rithöfundinum Hemingway, ljóðskáldinu Rainer Maria Rilke og leikaranum og leikstjóranum Orson Welles. Fá fyrstnefndi var mikill áhugamaður um nautaat og er Ronda nefnd sem upphafsstaður nútíma nautaats og til marks um það má finna í borginni elsta nautaatshring Spánar, Plaza de Toros de Ronda sem byggður var 1784. Ár hvert fer þar fram hátíð sem nefnist Feria Goyesca.
Í Ronda búa um 36.000 manns og er gamli bærinn þægilegur að stærð til að fara um hann fótgangandi. Aksturinn frá Sevilla til Ronda tekur tæpar tvær klukkustundir og er því um heilsdagsferð að ræða. Á leiðinni mun fararstjóri fara yfir sögu bæjarins og ýmsu sem tengist menningu heimamanna. Frá rútubílastæðinu röltir hópurinn með fararstjóra að nautahringnum, að útsýnispalli þar sem þið njótið útsýnisins yfir fjallgarða Ronda og yfir Nýju brúna. Áfram er gengið um elsta hluta bæjarins í gegnum þröngar götur og endað á torgi þar sem dómkirkjan "Santa María la Mayor" stendur í dag þar sem áður stóð moska bæjarins.
Eftir göngutúrinn er frjáls tími fyrir léttan hádegisverð og til þess að rölta um þröngar götur þessa fallega bæjar, kíkja inn í dómkirkjuna (aðgangseyrir er ekki innifalinn í ferðinni), nýta tímann til að skoða nautahringinn að innan (aðgangseyrir er ekki innifalinn í ferðinni) eða fá sér göngutúr á útsýnispallinn Jardines de Cuenca til að fá útsýni yfir Nýjubrúna hinum megin frá og þaðan er líka stutt að ganga að gömlu brúnni sem er við enda garðsins.
Innifalið: Akstur, íslensk fararstjórn Lágmarksþátttaka 20 manns.
Verð kr. 11.900 á mann
Ath. Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför. Hafa þarf í huga að uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.
Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000
Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða!
Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.
Áhugavert að skoða í Sevilla!
Ýmislegt er hægt að gera í Sevilla og hér að neðan má finna ýmsa afþreyingu.
Dómkirkjan var fyrst reist sem Moska og síðar breytt eftir Reconquista tímabilið þar sem Kristnir menn og Márar börðust um yfirráðarsvæði. Hvíldarstaður Kristófers Kólumbusar er í gífurlegu rými inni í dómkirkjunni. Þeir sem hafa gaman af fallegum byggingarstíl og langar að upplifa söguna beint í æð ættu endilega að kíkja hingað. Það skemmir heldur ekki að dómkirkjan er afar falleg. | ||
Alcazar höllin er helsta aðdráttarafl Sevilla, staðsett í miðhlutanum og talið eitt frægasta kennileiti borgarinnar. Höllin sjálf og garðarnir í kring eru á minjaskrá Unesco og má sjá sögu Sevilla endurspeglast í byggingarstíl hallarinnar. | ||
Hér er hægt að fara og slaka á í Aire spa. Staðurinn er staðsettur rétt hjá dómkirkjunni í húsasundi sem heitir AIre og þar er byggingin sjál sem er mörg hundruð ára í Mudejar stíl. Hægt er að velja um allskonar meðgferðir. Nánari upplýsingar má finna hér. |
| |
When in Rome……..hjarta Sevilla slær á dansgólfinu og þeir sem hafa gaman af tónlist, dans og söng ættu að kíkja hingað. Nánari upplýsingar má finna hér. |
*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum.