Golfferðir - Heimsferðir
Golfferðir
Golf

 

Heimsferðir bjóða upp á fjölbreytt úrval golfferða og ættu því allir að geta fundið golfferð við hæfi. Hvort sem lögð er áhersla á gisti- og æfingaaðstöðu, rólegheit eða bæjarlíf. Að auki er boðið upp á skipulagningu og utanumhald um ferðir fyrir minni hópa sem vilja njóta þess besta, t.d. á Bretlandseyjum eða meginlandi Evrópu.  Hvers vegna ekki skella sér á K-Club á Írlandi eða Le National í París? Upplifa söguna og andrúmsloftið tengt stóru Ryder Cup mótunum og endurtaka höggin sem skiptu sköpum fyrir liðin. Hafðu samband með tölvupósti á sport@heimsferdir.is og við leysum málið.

 

Anoreta (Spánn). Frábær völlur í fallegu umhverfi.  Gist á Fay hótelinu sem er ströndinni og í miðju mannslífs smábæjarins Victoria. Tækifæri fyrir minni hópa til að njóta samveru og golfs í hæsta gæðaflokki.

 

La Cala Golf & Spa (Spánn). 3 x 18 holur og golfbíll innifalinn. 4* hótel og mjög góð æfingaaðstaða.   Þessi staður sló í gegn síðastliðið haust.  

 

Barceló Marbella (Spánn). 2 x 18 holur og stutt á ströndina. 4* Barceló hótel og frábær þjónusta.  Báðir vellirnir frábærir og umhirðan alveg einstök.  

 

La Manga Golf resort (Spánn). Gisting með hálfu fæði,  3 x 18 holur og stutt á einkaströnd.  4* Príncipe Felipe hótel. Þessi áfangastaður er með eitt af betri æfingasvæðum á Spáni.  Fullkominn staður til að undirbúa golftímabilið heima á Fróni.  Golfskóli í boði.

 

La Torre Golf (Spánn).  Val um fjóra Jack Nicklaus golfvelli í sömu ferðinni (akstur milli valla innifalinn). 5* Double Tree Hilton hótel. Þetta er fyrir þá sem vilja fjölbreytni og kynnast ólíkum völlum.