8+ Hotel Lecce
Hótellýsing

8+ Hótel Lecce er fallegt hótel sem leggur áherslu á persónulega og góða þjónustu í rólegu og notalegu umhverfi. Um 20 mínútna gangur er í miðbæinn frá hótelinu.

Hægt er að nýta sér ýmsa þjónustu á hótelinu. Hér er m.a. líkamsræktaraðstaða og minjagripaverslun.

Herbergin eru nútímalega innréttuð og vel búin helstu þægindum. Boðið er t.a.m. uppá úrval kodda svo gestir geta valið þann kodda sem hentar best. Sjónvarp, öryggishólf (gegn gjaldi), vatnsflaska við komu og skóhreinsigræju má auk þess finna í öllum herbergjum. Inni á  baðherbergjum er hárþurrka og sturta.

Veitingastaður hótelsin býður upp á árstíðabundna matargerð þar sem ferskasta hráefni hverju sinni er framreitt á fallegan og girnilegan máta. Vert er að taka fram að hægt er að fá glútenfrítt fæði í morgunverðarhlaðborðinu.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Fallegt hótel sem leggur áherslu á góða þjónustu!

Vefsíða hótelsins