Hér er um að ræða gott hótel, staðsett 400 metra frá ströndinni í bænum Puerto de la Cruz en þar er að finna hinu einstöku Martianez laugar sem liggja alveg niður við sjó. Aðeins er um 10 mínútna gangur í miðbæ Puerto de la Cruz og Lagos de Martiánez verslunarmiðstöðina.
Öll herbergin eru búin síma, sjónvarpi, litlum ísskáp, loftkælingu og á baðherbergi er sturta og hárþurrka. Mismunandi herbergistýpur má finna á hótelinu:
Tvíbýli eru ýmist með eða án svala (tilgreint í nafni herbergis) og útsýni er inn í bæinn. Þessi herbergi eru staðsett á fyrstu hæðum hótelsins. Hér mega vera allt að þrír fullorðnir eða tveir fullorðnir og eitt barn.
Tvíbýli með sjávar- eða fjallasýn eru með svölum og útsýni yfir hafið eða að fjallinu Teide, en staðsetning fer eftir framboði hverju sinni. Þessi herbergi eru staðsett í aðalbyggingu hótelsins. Hér mega vera aðeins tveir fullorðnir.
Tvíbýli – superior hornherbergi eru með stórum svölum og útsýni yfir hafið eða að fjallinu Teide, en staðsetning fer eftir framboði hverju sinni. Þessi herbergi eru staðsett á horni í aðalbyggingu hótelsins. Hér mega vera aðeins tveir fullorðnir.
Tvíbýli – superior eru með verönd og útsýni yfir hafið eða að fjallinu Teide, en staðsetning fer eftir framboði hverju sinni. Þessi herbergi eru staðsett á fyrstu hæð í aðalbyggingu hótelsins. Hér mega vera aðeins tveir fullorðnir og eitt barn eða þrír fullorðnir.
Hér er góður garður með stórri sundlaug og sólbaðsaðstöðu og snarlbar. Á hótelinu er einnig hlaðborðsveitingastaður og bar.
Gestir hótelsins geta nýtt heilsulindina (aðeins fyrir fullorðna) sem er staðsett á Atlantic Mirage, sem er í um það bil 12 mínútna göngufæri frá hótelinu.
ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.