Hér er um að ræða einfalt íbúðarhótel, staðsett á aðal skemmtistaðagötunni á Amerísku ströndinni. Umhverfis hótelið má finna fjöldann allan af veitingastöðum, skemmtistöðum og börum. Því er mikill erill á og fjör á þessu svæði.
Vinsamlegast athugið að við mælum ekki með þessu hóteli fyrir fjölskyldur með börn og unglinga.
Hótelið er opið og innréttað á nútímalegan hátt, en hér er gegnið inn í allar íbúðirnar út frá „opnum stigagangi“. Hér er móttakan opin allan sólarhringinn.
Íbúðirnar eru innréttaðar á smekklegan og nútímalegan hátt og eru fullbúnar helstu þægindum. Hér eru 107 íbúðir, stúdíó íbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi. Allar eru með stofu með sófa eða svefnsófa og sjónvarpi, litlum eldhúskrók með leirtaui, örbylgjuofni, eldavél og ísskáp og svo má finna loftkælingu, öryggishólf (gegn gjaldi) og á baðherbergi er hárþurrka og sturta. Flestum íbúðum fylgja sólbekkir.
Á hótelinu er að finna langa og fallega sundlaug með útsýni yfir götuna. Á þaki hótelsins er einnig sólbaðsaðstaða sem er heldur rólegri heldur en á sundlaugarsvæðinu. Sumar íbúðir eru alveg við sundlaugina.
ATH. Greiða þarf 100 EUR í tryggingargjald sem fæst endurgreitt við brottför ef ekkert tjón hefur orðið. Árið 2025 verður 150 EUR í tryggingargjald.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.