Aloisi Lecce
Hótellýsing

Aloisi Lecce er nútímalegt hótel staðsett í útjaðri Lecce, um 2 kílómetra frá miðbænum. Ólífuviður er alltumlykjandi á hótelinu sem skapar notalegt andrúmsloft en þess má geta að eitt af einkennismerkjum Puglia héraðsins eru ólífutré.

Hér er móttakan opin allan sólarhringinn.

Hægt er að nýta sér þvotta- og strauþjónustu á hótelinu gegn gjaldi. 

Herbergin eru einföld og smekklega innréttuð. Í þeim öllum er loftkæling, öryggishólf (gegn gjaldi), sjónvarp, mini bar og baðherbergi með hárþurrku og sturtu. Herbergin eru þrifin daglega.

Á hótelinu er bæði veitingastaður og bar. Veitingastaðurinn, Bistro Klio sérhæfir sig í ferskum árstíðabundnum hráefnum og heimabökuðu bakkelsi. Hann er öllum opin og hægt er að fá sér morgun-, hádegis- og kvöldverð.

Fallegur garður og verönd er auk þess við hótelið.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Nútímalegt og huggulegt hótel!

Vefsíða hótelsins