AluaSoul Costa Malaga
Hótellýsing

Aluasoul Costa Malaga er nýlega uppgert hótel sem er einungis ætlað fullorðnum (16 ára og eldri). Hótelið hét áður Roc Flamingo og var í uppáhaldi hjá farþegum Heimsferða vegna frábærrar staðsetningu hótelsins í miðbæ Torremolinos. Hótelið er því tilvalið fyrir þá sem vilja frekar vera í miðbæjarkjarnanum heldur en í fyrstu línu við strönd. En um 15-20 mínútna gangur er niður á strönd. 

Hér eru 243 herbergi, öll með svölum með borði og stólum. Öll herbergin eru búin sjónvarpi, loftkælingu, öryggishólfi (gegn gjaldi), mini-bar, hitakatli og á baðherbergi er hárþurrka. 

Junior svíturnar eru örlítið stærri en venjuleg tvíbýli. Þær hafa að auki sér svefnherbergi og stofu og rúma allt að þrjá gesti. 

My favorite Club herbergin eru með stærra sjónvarpi, sundlaugarhandklæði og öryggishólf án endurgjalds og kaffivél. Á baðherbergi eru fleiri snyrtivörur í boði, baðsloppar og inniskór. Þessi herbergi eru með betra útsýni. Þeir sem bóka þessa herbergistegund fá einnig aðgang að sér svæðum á hótelinu eins og snarl-bar, sér svæði á veitingastaðnum og frátekið svæði á sundlaugarsvæði (ef það er laust). 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og verið er að vinna í því að opna bar á þakinu. Móttakan er opin allan sólarhringinn og þá er hér einnig líkamsræktaraðstaða. 

Sundlaugargarðurinn er nýstárlegur og smekklegur með sundlaug, sundlaugarbar og sólbaðsaðstöðu. Á háannatíma er skemmti- og hreyfidagskrá í boði á daginn og á kvöldin. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.