AluaSun Marbella Park
Hótellýsing

Hótel AluaSun Marbella Park er gott hótel sem hentar fjölskyldum vel og er staðsett í um 15 - 20 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Marbella. Þetta hótel býður upp á allt innifalið þjónustu. Móttakan er opin allan sólarhringinn og er boðið upp á fría skutlu niður á strönd á hálftíma fresti.

Herbergin eru björt og góð og búin öllum helstu þægindum eins og sjónvarpi, síma, loftkælingu, öryggishólfi (gegn gjaldi), litlum ísskáp og baðherbergi þar sem er baðkar með sturtu í. Svalir eða verönd fylgja auk þess öllum herbergjum. Hægt er að bóka Fjölskylduherbergi sem rúma hámark þrjá fullorðna og eitt barn, en á baðherberginu má auk þess finna hárþurrku. Hægt er að nýta sér þvottaaðstöðu á hótelinu gegn gjaldi.

Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á heitt og kalt hlaðborð kvölds og morgna. Boðið er upp á alþjóðlega og þjóðlega rétti, en eldað er fyrir opnum tjöldum á kvöldin og oft eru sérstök þemakvöld. Að auki má finna bar inn á hótelinu og snarlbar við sundlaugina en þar má fá ýmsa drykki og snarl yfir daginn.

Hótelið er skemmtilega hannað fyrir fjölskyldur með fallegum garði, útivistarsvæðum, sundlaugum og litlum vatnsrennibrautagarði fyrir yngstu kynslóðina. Krakkaklúbbur er starfræktur fyrir börn á aldrinum 4-12 ára. Auk þess skemmtidagskrá í boði á daginn og einnig á kvöldin fyrir allan aldur þar sem m.a. er boðið upp á karaoke, sýningar, lifandi tónlist og mini-diskó. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og hægt er að stunda ýmsa afþreyingu í hótelgarðinum á þar til gerðum íþróttavelli. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu í almennum rýmum hótelsins en gegn gjaldi á herbergjum, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Góður kostur fyrir fjölskyldufólk!