Aluasun Lago Rojo
Hótellýsing

Aluasun Lago Rojo er afar vel staðsett í hjarta Costa del Sol, með La Carihuela ströndina í aðeins um 100 metra fjarlægð frá hótelinu. Hótelið er eingöngu ætlað fyrir fullorðna, 16 ára og eldri. Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er hægt að leigja öryggishólf gegn gjaldi. 

Stutt er í miðbæinn en með fram ströndinni er göngugata og þar má finna úrval verslana, veitingastaða og bara. Á þessum slóðum er að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar og hvort sem sóst er eftir rólegheitum og rómantík eða fjörugu næturlífi þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Herbergin á hótelinu eru nútímaleg, rúmgóð og þægileg. Þau eru öll með loftkælingu, sjónvarpi, síma, minibar og öryggishólfi (gegn gjaldi), auk þess sem svalir eða verönd fylgja hverju herbergi. Baðherbergin eru með baðkari eða sturtu og hárblásara. Einnig er hægt að bóka Junior svítur sem eru 44 m2 og eru þá að auki með rúmgóðu setusvæði. Ef bókað er Superior Junior svíta fylgir svo kaffiaðstaða sem og náttsloppur og inniskór. 

Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á heitt og kalt hlaðborð kvölds og morgna. Ath. hádegismatur er einungis í boði í júlímánuði og ágúst. Á kvöldin eru hlaðborðin þematengd og eldað er fyrir opnum tjöldum. Krafist er snyrtilegs klæðnaðar á veitingastaðnum á kvöldin og þurfa karlmenn að klæðast síðbuxum.

Sundlaugargarðurinn er ekki stór en hann er mjög notalegur og þar er lítil sundlaug og sundlaugarbar. Á efstu hæðinni er mjög góð sólbaðs aðstaða með sólbekkjum, sólhlífum og svokölluðum „Balí“ rúmum. Að auki er bar þar sem hægt er að kaupa drykki og léttar veitingar. Hægt er að spila borðtennis í garðinum sem og billjard (gegn gjaldi). Skemmtidagskrá er í boði með lifandi tónlist og sýningum.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Vinsæll kostur nálægt strönd!