Artnatur Dolomites er gott 4 stjörnu hótel staðsett í skíðabænum Siusi allo Sciliar, bærinn er um 20 km frá Selva Valgardena. Glæsileg heilsurækt með sauna og sundlaug. Aðgangur að heilsurækt er innifalin fyrir hótelgesti. Öll sameiginleg aðstaða er góð, fallegur veitingastaður þar sem gestir snæða morgun og kvöldverð.
Herbergin eru rúmgóð og hlýlega innréttuð öll með sjónvarpi, minibar og hitakerfi. Hárþurrka á baðherbergi. Superior herbergin eru með fallegt útsýni yfir Dólómítafjöllinn, Innréttingarnar úr svissneskri furu, eikarviðargólf.
Nálægar skíðalyftur:
- Seis - Seiser Alm 800 m
- Seis - Seiseralm 850 m
- Marinzenlift 3,2 km
Ekki er fararstjóri á vegum Heimsferða í skíðaferðunum til Selva Val Gardena, ekki er heldur í boði á akstur til og frá Selva Val Gardena.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.