Princess Inspire Tenerife
Hótellýsing

Princess Inspire er fallegt hótel sem er staðsett á Costa Adeje svæðinu

Hótelið hét áður Bahia Princess en hefur nú algjörlega verið tekið í gegn og einnig fengið nýtt nafn. Hér er stutt í alla þjónustu og hótelið er í um 250 m frá Fañabe ströndinni. 

Á hótelinu eru 266 herbergi, öll rúmgóð og fallega innréttuð með svölum eða verönd og garðhúsgögnum. Herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og mini-bar (gegn gjaldi). Á herbergjum er hægt að hita sér te eða fá sér kaffi. Baðherbergi eru með baðkari og hárþurrku. Gestir fá sundlaugarhandklæði upp á herbergi við komu.

Hér er hægt að bóka tveggja manna herbergi, með eða án sundlaugarsýn. 

Einnig er hægt að bóka Junior svítu escencia. Þessi herbergi eru að auki nýlega uppgerð (2022) með setusvæði með sófa og Nespresso kaffivél. Inn á baðherbergi eru baðsloppar, Ritual snyrtivörur, inniskór, sturta og stækkunarspegill. Þessi herbergi eru ýmist með fjalla- eða götusýn. Hér er skipt um sundlaugarhandklæði daglega.

Í escencia þjónustu er innifalið 90 mínútna wellness circuit í heilsulindinni, fordrykkur á barnum daglega milli 17.00-18.00, hægt að velja á milli tveggja veitingastaða í morgunverð og einnig í hádegisverð. Ath! Panta þarf borð fyrirfram. Þá er einnig sér útisvæði í boði fyrir þá sem eru með þessa þjónustu en þar er að finna sólbekki og Bali-beds án gjalds, en þarf að panta fyrirfram í gegnum þjónustu-app hótelsins. 

Öll sameiginleg aðstaða er góð og fjölbreytt þjónusta er í boði og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í hótelgarðinum eru þrjár góðar sundlaugar, sólbekkir og sólhlífar. Hér er einnig líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi) og fataverslun. 

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir Food market sem er hlaðborðsveitingastaður og The One Restaurant sem er „A la carte“ og hægt er að borða á í hádeginu og á kvöldin. 

Hér eru fjórir barir, allir með mismunandi þjónustu. Corner bar at The One er snarl- og kokteilbar. Cocktail bar 1999 er snarl- og kaffibar. Á The Roofless bar er hægt að fá sér brunch og á kvöldin er hægt að versla áfenga drykki þar. Lyon Club er opinn á kvöldin en þar er hægt að fá sér drykki á meðan allskyns skemmtidagskrá á sér stað eða tónlist er spiluð fyrir gesti. 

Vinsamlegast athugið að hér þarf að klæðast snyrtilegum klæðnaði til að fara inn á bari og veitingastaði hótelsins. Ekki er leyfilegt að fara inn í stuttbuxum, íþróttafötum eða sundfötum.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna, 16 ára og eldri.