Barceló Santiago
Hótellýsing

Barceló Santiago er fallegt hótel, aðeins fyrir fullorðna. Hótelið er staðsett nálægt La Arena ströndinni á suðvesturhluta Tenerife. Smábærinn Puerto de Santiago er í næsta nágrenni. Gott og víðáttumikið útsýni er frá hótelinu yfir á La Gomera eyjuna og Los Gigantes hamrana. 

Á hótelinu eru herbergin fallega innréttuð í nútímalegum stíl og ljós að lit. Hér er hægt að velja mismunandi herbergistegundir, en öll eru búin svölum eða verönd, sjónvarpi, loftkælingu, mini-bar (gegn gjaldi), öryggishólfi og á baðherbergi er ýmist baðkar eða sturta og hárþurrka. Öll herbergin voru endurnýjuð árið 2019. Öll tvíbýli eru um 25 fm. 

Tvíbýli – deluxe með sjávarsýn Herbergin eru með fallegu útsýni yfir hafið. 

Tvíbýli – deluxe superior með sjávarsýn Herbergin eru með fallegu útsýni yfir hafið og hafa að auki sloppa og inniskó.

Tvíbýli – deluxe með garðsýn & nuddpotti Herbergin hafa að auki sloppa og inniskó. Nuddpotturinn getur verið staðsettur inn á baðherbergi eða á svölum. 

Junior svíta Hér er fallegt útsýni yfir hafið og svítan er um 40 fm. Þá er hér að auki sloppar og inniskór, verönd með sólbekkjum, setustofa og kaffi- og te aðstaða. 

Hótelgarðurinn er góður með þremur sundlaugum og útsýni yfir hafið. Þá er líkamsræktaraðstaða sem og heilsulind (gegn gjaldi) með tyrknesku baði, gufubaði og heitum pottum þar sem boðið er upp á heilsumeðferðir og nudd. Skemmtidagskrá er í boði á kvöldin. Þá eru leikherbergi þar sem m.a. er hægt að fara í borðtennis, fótboltaspil og tölvuleiki. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður sem býður upp á fjölbreytt fæði og þrír barir sem einnig eru með létta rétti og snarl í boði. Á Los Gigantes sundlaugabarnum er hægt að sitja utandyra.

ATH. Frá 25.11 - 19.12 2024 verða framkvæmdir á einni af þremur sundlaugum hótelsins. Aðrar sundlaugar og svæði verða opin eins og áður. 

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.  

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.