Benidorm - Eldri borgarar með Birgitte
Hótellýsing

Okkar vinsæla ferð eldriborgara á Benidorm með Birgitte Bengsston lætur engan ósnortinn! Einstök ferð m/gistingu á Hotel Melia m/hálfu fæði og drykk með kvöldmat. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins á Benidorm á ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd okkar frábæra fararstjóra Birgitte Bengtsson. Ár eftir ár seljast þessar ferðir okkar upp. Hægt er að velja úr tveimur brottförum: 16 eða 23 september 2021 og eru báðar ferðirnar 16 nætur. Dvalið er á hinu einstaka Melia Benidorm 4* m/ hálfu fæði eða öllu inniföldu. Frábær garður, falleg herbergi og öll aðstaða til fyrirmyndar. Vel staðsett og stutt að ganag á Levante ströndina, eða um 700 metrar. Hótel með góða og fjölbreytta þjónustu ásamt afar fallegum sundlaugagarði á góðum stað á Benidorm. Þetta er afar vel staðsett hótel við Rincon de Loix og aðeins 700 metra frá Levante-ströndinni sjálfri. Á hótelinu er bæði veitingastaður (hlaðborð) og snarlbar ásamt hótelbar þar sem spiluð er live tónlist á kvöldin o.fl. Skemmtidagskrá er í boði bæði á daginn og kvöldin fyrir börn og fullorðna. Afar fallegur sundlaugargarður fylgir svæðinu þar sem eru 2 sundlaugar og barnalaug. Þarna eru að sjálfsögðu sólbekkir og sólhlífar fyrir þá sem vilja. Þá er hér heilsulind með innisundlaug, nuddpotti, gufubaði, tyrknesku baði og margs konar tegundum af nuddi og öðrum meðferðum. Góð aðstaða fyrir börn er á svæðinu, s.s barnaleiksvæði og barnaklúbbur. Öll herbergi á hótelinu eru fallega innréttuð með svölum sem snúa út í garðinn. Þau eru með sjónvarpi, síma, minibar, öryggishólfi (gegn gjaldi), hárþurrku og boðið er upp á herbergisþjónustu (room service) ef vill.