Best Tenerife
Hótellýsing

Mjög vinsæll gistivalkostur, vel staðsettur á Amerísku ströndinni. Héðan tekur um fimm mínútur að ganga niður að strönd. 

Hér er móttakan opin allan sólarhringinn og hótelið býður upp á góða þjónustu fyrir allan aldur. 

Herbergin eru innréttuð í léttum stíl og öll ágætlega rúmgóð. Herbergin eru búin mini-bar, loftkælingu (maí-október), sjónvarpi, síma, öryggishólfi og svölum eða verönd. Á flestum baðherbergjum hér er baðkar og því aðeins hægt að setja inn ósk um baðherbergi með sturtu. Á baðherbergjum er einnig hárþurrka. 

Hér er hægt að bóka Senator herbergi (superior herbergi) en þau eru staðsett á hæðum 4-6 á hótelinu. Þeir sem bóka slík herbergi hafa aðgang að sérstakri Premium aðstöðu sem er aðeins fyrir fullorðna. Herbergin hafa að auki sloppa, inniskó, kaffivél og daglega áfyllingu á vatnsflöskur í mini-bar. 

Premium aðstaðan er með „bali rúmum“, nuddpotti og snarl-bar fyrir þá sem eru í allt innifalið þjónustu. 

Á hótelinu eru þrír barir, tveir veitingastaðir, heilsulind, líkamsræktaraðstaða (gegn gjaldi), hárgreiðslustofa, lítil verslun og leikherbergi (e. game room). Þá er hægt að leigja sundlaugarhandklæði gegn tryggingargjaldi. 

Í garðinum er sundlaugarbar, tvær stórar sundlaugar, þar af er ein sem er upphituð að hluta til á veturna, ein barnalaug, foss og hengibrú. Þá eru hér einnig nuddpottur, sólbekkir og sólhlífar. Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir allan aldur og starfræktur barnaklúbbur fyrir 6-12 ára. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.