Beverly Hills Heights
Hótellýsing

Beverly Hills Heights er huggulegt íbúðarhótel staðsett í hinum vinsæla strandbæ, Los Cristianos. Hótelið stendur alveg við hliðina á The Suites at Hollywood Mirage og geta gestir notað þjónustu á báðum hótelum.

Móttakan opin allan sólarhringinn og hægt er að panta ýmsar kynnisferðir í gegnum hótelið.

Hér eru íbúðir með 1-2 svefnherbergjum en þær eru staðsettar í nokkrum byggingum sem mynda hring í kringum sundlaugargarðinn. Allar eru þær með loftkælingu (sem hægt er að nota á vissum tíma dags), eldhúsaðstöðu, ísskáp, ofni, brauðrist, katli, sjónvarpi og öryggishólfi (gegn gjaldi). Á baðherberginu er hárþurrka og baðkar með sturtu. Allar íbúðirnar eru með svölum eða verönd og útbúnar garðhúsgögnum. 

Hótelgarðurinn er snyrtilegur með upphitaðri sundlaug, einni lítilli barnalaug, sólbekkjum og sólhlífum. Einnig er sundlaugarbar þar sem hægt er að kaupa ís, léttar veitingar, kokteila og aðra drykki.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.