Hér er um að ræða gott hótel, staðsett í Puerto de la Cruz á Tenerife. Hótelið samanstendur af tveimur einingum; Bluesea Canarife Palace og Bluesea Bonanza Palace. Báðar einingar eru aðgengileg fyrir hreyfihamlaða og hægt er að panta bílastæði (gegn gjaldi).
Um 15 mínútna gangur er að næstu strönd en í göngufæri eru barir, verslanir og veitingastaðir. Hótelið býður upp á skutlu í miðbæinn.
Á hótelinu er að finna 384 herbergi, hönnuð í hefðbundnum gömlum spænskum stíl. Öll herbergin eru búin loftkælingu, öryggishólfi (gegn gjaldi), mini-bar (gegn gjaldi), sjónvarpi, svölum eða verönd og á baðherbergi er ýmist baðkar eða sturta og hárþurrka. Hægt að fá viftu gegn tryggingargjaldi. Superior herbergin eru stærri en venjuleg tvíbýli.
Hér er móttakan opin allan sólarhringinn og hótelið býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir allan aldur. Hægt er að nýta ýmsa íþróttavelli (tennis, borðtennis, petanga og fleira) gegn auka gjaldi. Þá er hér einnig líkamsræktaraðstaða, veitingastaður, heilsulind fyrir 16 ára og eldri með upphitaðri innisundlaug, barnaklúbbur fyrir 4-8 ára og á kvöldin er skemmtun fyrir fullorðna.
Í garðinum er sundlaug, barnalaug, sólbekkir og sólhlífar. Þá er hér einnig sundlaugarbar, snarl bar og leikvöllur fyrir börnin. Hægt er að leigja sundlaugarhandklæði gegn tryggingargjaldi.
ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.