Charmillon Club Aquapark
Hótellýsing


Charmillon Club Aquapark er gott fjölskylduhótel vel staðsett í Sharm el Sheikh.  Mikil afþreying er í boði á þessu skemmtilega hóteli, alls 10 rennibrautir og þrjár sundlaugar, þar af ein fyrir yngstu börnin og ein sem staðsett er í rólegu umhverfi.  Þá er hótelið með sér svæði fyrir gesti sína á ströndinni. Staðsetning hótelsins er 1 km frá ströndinni og boðið er uppá skutl fyrir hótelgesti. Hótelið er einnig með köfunarþjónustu.  Mikil skemmtidagskrá er á hótelinu yfir daginn og á kvöldin tekur við dagskrá fyrir alla aldurshópa. Barnaklúbbur fyrir börn 3-12 ára.

Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð.  Þau eru staðsett á jarðhæða eða fyrstu hæð.  Öll herbergi eru með svölum eða verönd.  Sjónvarpi, minibar, kaffi-te bakki, minibar, öryggishólf og loftkæling.  Hárþurrka á baðherbergi.  Hægt er að fá fjölskylduherbergi sem taka allt að fimm manns. 

Á hótelinu er heilsurækt og líkamsræktaraðstaða. 

Aðalveitingastaður hótelsins heitir Palma en þar er morgun- hádegis- og kvöldverður af hlaðborði.  Þá eru tveir aðrir veitingastaðir, indverslur og ítalskur. Hægt er að skipta út hlaðborði og hinum tveimur veitingastöðunum einu sinni á meðan á dvöl stendur. Panta þarf borð í gestamóttöku með fyrirvara.

Mjög gott fjölskylduhótel. Mikil afþreyting. 

Vefsvæðið notar vefkökur
Sumar kökur eru notaðar til að safna tölfræðigögnum og aðar eru settar upp af þjónustu þriðja aðila. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakakaSkoða yfirlýsingu
BESbswy