Hér er um að ræða ágætan gistivalkost sem býður upp á allt innifalið þjónustu og er fjölskylduvænn.
Hótelið er staðsett rétt fyrir neðan hraðbrautina eða ofarlega í brekku á Fanabe svæðinu. Hótelið samanstendur af tveimur byggingum, annars vegar byggingu með fjölskylduherbergjum og hins vegar byggingu með Junior svítum. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Allar íbúðir eru með einu svefnherbergi og svefnsófa í stofunni. Allar eru búnar svölum eða verönd, öryggishólfi (gegn gjaldi), síma, loftkælingu og sjónvarpi. Á baðherbergi er ýmist baðkar eða sturta og hárþurrka.
Fjölskylduherbergi hafa að auki eldhúskrók með litlum ísskáp og örbylgjuofni.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, „a la carte“ veitingastaður, tveir barir og snarlbar, leikvöllur fyrir börnin, tennisvöllur, fótboltavöllur, borðtennis og leikjasalur. Skemmtidagskrá er í boði og barnaklúbbur fyrir börn á aldrinum 4–12 ára. Hér er einnig líkamsræktaraðstaða og heilsulind. Á hótelinu er einnig góð aðstaða fyrir hjólareiðarfólk, eins og sjá má á myndum.
Á hótelinu er fallegur garður með tveimur stórum sundlaugum, einni barnalaug, nuddpotti og góðri sólbaðsaðstöðu með sólbekkjum og sólhlífum. Hér er hægt að fá sundlaugarhandklæði gegn gjaldi.
Hótelið hefur nýlega opnað Sky lounge sem er bar upp á þakinu en þar má einnig finna sólbekki og er aðeins í boði fyrir fullorðna.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.