Coral California
Hótellýsing

Hér er um að ræða íbúðargistivalkost fyrir 16 ára og eldri. Hótelið er staðsett á Amerísku ströndinni. 

Íbúðirnar eru einfaldar og hannaðar í minimalískum stíl. Öll hafa þau sjónvarp, öryggishólf (gegn gjaldi), viftu, sófa, svölum og eldhúskrók með örbylgjuofni, ísskáp, ristavél, hitakatli og kaffivél. Á baðherbergi er sturta og hárþurrka. Hægt er að bóka íbúðir með einu svefnherbergi eða stúdíó íbúð. 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður sem ber fram morgunverð, aðstaða fyrir hjólreiðafólk og móttakan er opin allan sólarhringinn. 

Í garðinum má finna sundlaug (upphituð á veturnar) ásamt ágætri sólbaðsaðstöðu. Öll sameiginleg aðstaða er góð og við sundlaugina er bar og slökunarsvæði. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu gegn gjaldi, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.