Coral Compostela Beach Family Garden
Hótellýsing

Coral Compostela Beach Family Garden er huggulegt íbúðarhótel með 349 íbúðum, staðsett á Playa de las Americas. Hótelið er staðsett við ströndina og við aðalgötuna (Laugarveginn). Íbúðirnar eru dreifðar um 8 byggingar hótelsins.

Íbúðirnar eru snyrtilegar og smekklega innréttaðar. Hægt er að ganga út úr hótelgarðinum beint á ströndina. Allar íbúðirnar eru búnar svölum eða verönd með útihúsgögnum, sjónvarpi, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi) og litlu eldhúsi með ísskáp, brauðrist, örbylgjuofni og kaffivél. Á baðherbergi er annaðhvort baðkar eða sturta. Í íbúðunum er ekki loftkæling en það eru viftur til staðar. 

Íbúðirnar eru mismunandi – hér að neðan er hægt að sjá hvernig íbúðum er skipt: 

Íbúð m/1 svefnherbergi: Standard íbúðir með öllu því sem nefnt er hér að ofan. Hægt er að bóka íbúð með sundlaugar- eða sjávarsýn, en þær íbúðir eru dýrari og þarf alltaf að bóka sérstaklega gegn auka gjaldi. Hér mega vera hámark fjórir aðilar í íbúð.

Superior íbúð m/1 svefnherbergi: Nýuppgerðar íbúðir með öllu því sem nefnt er hér að ofan. Hægt er að bóka íbúð með sjávar- eða sundlaugarsýn, en þær íbúðir eru dýrari og þarf alltaf að bóka sérstaklega gegn auka gjaldi. Hér mega vera hámark fjórir aðilar í íbúð. Í þessum íbúðum eru sturtur. 

Íbúð m/2 svefnherbergjum: Standard íbúðir með öllu því sem nefnt er hér að ofan. Þessi íbúð er með tveimur svefnherbergjum. Hér mega vera hámark fimm aðilar í íbúð.

Superior íbúð m/2 svefnherbergjum: Nýuppgerðar íbúðir með öllu því sem nefnt er hér að ofan. Þessi íbúð er með tveimur svefnherbergjum. Hægt er að bóka íbúð með sjávar- eða sundlaugarsýn, en þær íbúðir eru dýrari og þarf alltaf að bóka sérstaklega gegn auka gjaldi. Hér mega vera hámark fimm aðilar í íbúð.

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður sem býður upp á hlaðborð á morgnanna, hádeginu og á kvöldin. Sérstakt hlaðborð er fyrir börnin. Þá er hér einnig „A la Carte“ veitingastaður, bar og lítil matvöruverslun sem selur helstu nauðsynjar. 

Hér góður garður með sólbaðsaðstöðu, nóg af bekkjum, sólhlífum og sundlaugarbar. Það er ein stór sundlaug (upphituð á veturna) og ein barnalaug. Leikvöllur er í garðinum fyrir yngri börnin. 

Á hótelinu er einnig líkamsrækt, barnaklúbbur (4-12 ára) og leiksvæði fyrir börnin ásamt leikherbergi (e. game room) þar sem er billjardborð og tölvur (gegn gjaldi). Á hótelinu er skemmtidagskrá fyrir allan aldur á háannatíma. Í boði eru reiðhjólaferðir, göngur og önnur afþreying gegn gjaldi. Hægt er að nýta sér þvottaaðstöðu gegn gjaldi.  

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu gegn gjaldi, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Góður gistivalkostur fyrir fjölskyldur