Coral la Quinta Park Suites er staðsett á norðurhluta eyjunnar í Santa Ursula. Á þessum hluta eyjunnar er m.a. að finna hið sögufræga fjall Teide og skemmtilega dýragarðinn Loro Park. Strætisvagnastoppistöð er í um 15 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu og örstutt í matvöruverslun. Las Palmeras Park er svo í ágætu göngufæri við hótelið en þar er hægt að stunda hinar ýmsu íþróttir.
Allar íbúðirnar eru bjartar, rúmgóðar og fallega innréttaðar. Í þeim má finna öryggishólf (gegn gjaldi), sjónvarp, síma, lítið eldhús með helluborði, ofni, brauðrist, ísskáp, eldhúsáhöldum, kaffiaðstöðu og katli. Hárþurrka er inni á baðherbergjum og fylgja svalir eða verönd með öllum íbúðum ásamt borði og stólum. Góð stofa með svefnsófa er auk þess í öllum stærri íbúðunum. Í sumum íbúðum er örbylgjuofn.
Í boði er að bóka stúdíó íbúð í smáhýsi eða smáhýsi m/1 svefnherbergi og þarf að greiða aukalega fyrir sjávarsýn sem er hægt að fá fyrir stærri smáhýsin. Stúdíó íbúðirnar eru staðsettar ofarlega í smáhúsasvæðinu. Einnig er hægt að bóka íbúðir m/1 svefnherbergi og greiða aukalega fyrir sundlaugar- eða sjávarsýn. Hægt er að fá barnarúm leigt gegn gjaldi, en sú þjónusta er háð framboði hverju sinni. Stærri smáhýsin og íbúðirnar m/1 svefnherbergi eru innréttuð á svipaðan máta, en stærri smáhýsin hafa sérinngang og eru öll með verönd. ATH. Á þessu hóteli er ekki loftkæling í íbúðum.
Ýmsa þjónustu er hægt að nýta sér á hótelinu en hér er m.a. líkamsræktaraðstaða, spa og þvottaaðstaða, allt gegn gjaldi. Einnig er hér tennisvöllur. Auk þess er kaffitería með stórri verönd á hótelsvæðinu þar sem hægt er að njóta morgunverðar í sólinni. Einnig er hægt að kaupa sér snarl yfir daginn.
Góð sundlaug er í garðinum með sólbekkjum til afnota fyrir hótelgesti og er einnig að finna afmarkað svæði ætlað til sólbaða.
Fyrir golfáhugafólk þá er golfvöllur í rúmlega 6 kílómetra fjarlægð hótelinu.
Margar leiðir liggja auk þess frá þessu svæði sem göngu- og hjólafólk gæti nýtt sér.
ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.
ATH. Það er ekki gestamóttaka á þessu hóteli. Farþegar fá upplýsingar sendar um fyrirkomulag innritunar fyrir brottför.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Rólegt og notalegt hótel sem hentar vel þeim sem sækjast eftir rólegheitum í fríinu!