Coral Los Alisios er ágætur gistivalkostur í Coral hótelkeðjunni
Frá hótelinu, sem er staðsett ofarlega, inn í litlu hverfi í Los Cristianos, tekur um 20 mínútur að ganga á ströndina og yfir á Amerísku ströndina. Hótelið er ekki stórt en það er á fimm hæðum og mikið er um tröppur í sundlaugargarðinum.
Íbúðirnar á hótelinu eru rúmgóðar, litríkar og hannaðar í hefðbundnum spænskum stíl. Allar íbúðirnar eru með viftu, öryggishólfi (gegn gjaldi), sjónvarpi og svölum eða verönd. Eldhúsaðstaðan inniheldur ísskáp, örbylgjuofn, helluborð, ketil, brauðrist og kaffivél. Á baðherbergi er sturta og hárþurrka.
Á hótelinu er nýuppgerður sundlaugarbar, lítil líkamsrækt, lítil verslun, þvottahús, hraðbanki og hlaðborðsveitingastaður. Garðurinn er góður með stórri sundlaug sem er upphituð á veturna, sólbaðsaðstöðu og vatnsleikjasvæði (splash area) fyrir börnin. Hér er einnig að finna borðtennisborð og billjard borð.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Vinsæll fjölskyldu gistivalkostur!