Coral Los Silos
Hótellýsing

Hér er um að ræða gott íbúðarhótel, staðsett við rætur Teno-fjallana á norðurhluta eyjunnar. Héðan er stutt í næsta golfvöll og umhverfið er algjör náttúruperla og tilvalin fyrir þá sem stunda hjólreiðar, göngur og veiði. 

Þar sem íbúðirnar eru staðsettar er engin eiginleg hótelþjónusta. Hótelið býður upp á frí bílastæði, fallega sólbaðsverönd, lesherbergi og þvottaaðstöðu.

Íbúðirnar rúma allt að fimm farþega og í boði eru íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum. Allar eru innréttaðar á nútímalegan hátt og snyrtilegar, með fullbúnu eldhúsi þar sem er ísskápur, örbylgjuofn, brauðrist, hitaketill og kaffivél. Hér er stofa með sjónvarpi, lítill borðkrókur og öryggishólf. Á baðherbergi er ýmist sturta eða baðkar og hárþurrka. Allar íbúðirnar eru með svölum eða verönd. 

ATH. Hér er ekki loftkæling í íbúðunum

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.