Huggulegur gistivalkostur fyrir 16 ára og eldri. Hótelið er vel staðsett á Amerísku ströndinni en héðan eru aðeins um 500 metrar niður að strönd og Siam Park vatnsrennibrautargarðurinn og Siam Mall verslunarmiðstöðin eru einnig í göngufæri.
Á hótelinu eru 136 herbergi sem eru flokkaðar sem Junior svítur eða svítur. Allar eru búnar loftkælingu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi) og svölum. Einnig er eldhúskrókur með ísskáp, örbylgjuofni, kaffivél, ristavél og hitakatli. Á baðherbergi er sturta, sloppar, inniskór og hárþurrka. Svíturnar eru stærri en þær eru um 54fm og hafa að auki svefnsófa.
Hér er móttakan opin allan sólarhringinn og hótelið er með góða sameiginlega aðstöðu. Þá er hér hlaðborðsveitingastaður og „A la carte“ veitingastaður, bar, líkamsræktaraðstaða, heilsulind, leshorn og þvottaaðstaða.
Hótelgarðurinn er notalegur með sundlaug (upphituð á veturnar), sólbekkjum og sólhlífum en einnig er aðstaða uppi á þaki (8. hæð) til sólbaða með heitum potti. Einnig er þar sér svæði fyrir jóga tíma eða þá sem vilja stunda jóga.
Ath! Þetta hótel er með öllu reyklaust. Það gildir einnig um svalir á herbergjum og öll almenningsrými á og við hótelið.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.