Hér er um að ræða gott hótel aðeins fyrir fullorðna, staðsett á Amerísku ströndinni.
Hótelið er stílhreint og innréttað í fallegum litum.
Herbergin eru fallega innréttuð og búin helstu þægindum eins og eldhúsaðstöðu, loftkælingu, síma, sjónvarpi og öryggishólfi (gegn gjaldi) og svölum eða verönd. Á baðherbergi er sturta og hárþurrka. Á hótelinu er boðið upp á gistingu í junior svítum og svítum en hægt er að velja á milli standard, með sundlaugarsýn eða með sjávarsýn. Athugið að svítur með sjávarsýn eru oft á tíðum ekki með miklu útsýni yfir hafið þar sem aðrar byggingar skyggja á það að hluta til.
Hér er góð þjónusta og móttakan er opin allan sólarhringinn. Hér er að finna hlaðborðsveitingastað, bar, líkamsræktaraðstöðu, þakverönd með sólbekkjum og heilsulind.
Í garðinum er stór sundlaug og gott svæði til sólbaða með bekkjum og sólhlífum.
Ath! Þetta hótel er með öllu reyklaust. Það gildir einnig um svalir á herbergjum og öll almenningsrými á hótelinu, nema tiltekið svæði.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.