Coral Teide Mar
Hótellýsing

Hér er um að ræða einfalt íbúðarhótel staðsett á norðurhluta eyjunnar, nánar tiltekið í bænum Puerto de la Cruz. Hótelið er vel staðsett á þessu svæði, en í næsta nágrenni eru veitingastaðir, barir og kaffihús og ströndin er í um 10 mínútna göngufjarlægð. 

Hótelið var endurnýjað árið 2017. Hér má finna hlaðborðsveitingastað, bar, móttöku sem er opin allan sólarhringinn og leikherbergi (e. game room). Þá er hér einnig góð aðstaða fyrir hjólreiðafólk, en það er geymsla og góð aðstaða til þrifa og viðgerða ef til þarf. 

Hér eru rúmgóðar Junior svítur í boði með einu svefnherbergi. Allar eru búnar baðherbergi með hárþurrku, eldhúskrók, ísskáp, síma, sjónvarpi og öryggishólfi (gegn gjaldi). Allar gistieiningarnar eru með svölum með garðhúsgögnum.

Í garðinum er góð sundlaug, barnalaug, leikvöllur, tennisvöllur, sundlaugarbar og góð sólbaðsaðstaða. 

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.