Estefania Boutique Hotel
Hótellýsing

Estefania Boutique Hotel er glænýtt huggulegt 4 stjörnu hótel staðsett í nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Playa de las Americas ströndinni og Los Cristianos nánar tiltekið í hlíðinni fyrir ofan Siam Mall.   Staðsetningin er í rólegu umhverfi en þó eru nokkrir veitingastaðir í næsta nágrenni.

Á hótelinu eru 32 svítur og hægt er að velja um dvöl í studio svítu eða lúxus svítu. 

Studio svítan er 35 fm, lúxus svítan er 55 fm.  Allar svíturnar eru vel búnar helstu þægindum.  Þar er m.a. sjónvarp, öryggishólf, ísskápur og ketill.  Hárþurrka á baðherbergi. Allar svíturnar eru loftkældar og með svölum eða verönd með húsgögnum.

Garðurinn er fallegur og sundlaugin góð en þar eru bekkir og svokallaðir “Bali” bekkir fyrir hótelgesti. Handklæði við sundlaug fyrir hótelgesti.  Sloppar og inniskór á herbergjum.

Hægt er að dvelja í svítunum án fæðis eða með morgunverði.  

Á hótelinu eru heilsulind sem bíður upp á nudd, líkams- og andlitsmeðferðir gegn gjaldi. Einnig er hægt að fara í yoga og fl.

Mjög huggulegt “boutique” hótel sem eingöngu er fyrir fullorðna með sólarhringsmótttöku.  Rólegt umhverfi en mjög stutt í þjónustu við stöndina bæði í Los Cristianos og Playa de las Americas og því góður valkostur fyrir pör. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.