Hótel Queen of Montenegro er fallegt 236 herbergja hótel staðsett í úthverfi Budva, 4 km frá miðbænum. Hótelið stendur á hæð við þjóðveginn með útsýni yfir Becici ströndina.
Hótelið er fallega innréttað í nýtískulegum stíl og hér er móttakan opin allan sólarhringinn.
Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð. Í öllum herbergjum eru loftkæling, sjónvarp, öryggishólf, skrifborð, mini-bar og kaffiaðstaða. Á baðherbergi er baðkar, hárþurrka og baðsloppar.
Á hótelinu eru 2 sundlaugar, þar af ein innilaug sem opin er allt árið. Sólbekkir eru við sundlaugar auk þess sem hótelið er við einkaströnd (450m) sem gestir hafa aðgang að og eru þar sólhlífar og sólbekkir. Auk þess eru þaksvalir með útsýni til allra átta.
Líkamsrækt og heilsulind með saunu og tyrknesku baði er á hótelinu, en þar er hægt að panta tíma í líkams- og andlitsmeðferðir, nudd, klippingu og fl. gegn gjaldi.
Veitingastaður er á hótelinu sem býður upp á miðjarðarhafs og alþjóðlega rétti og þar er morgunverðarhlaðborð á morgnanna, en einnig er hægt að fá morgunmat upp á herbergi. 2 barir eru í móttöku og við sundlaug.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann, gjaldið er 1.5 evra og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.