Flamingo Beach Mate er fallegt og gott íbúðarhótel á Costa Adeje svæðinu sem hentar öllum aldurshópum. Staðsetningin er mjög góð og einstaklega skemmtileg þar sem hótelið stendur við smábátahöfnina Puerto Colón þar sem stutt er í alla þjónustu.
Hótelið var nýlega endurnýjað og er nú innréttað í léttum og fallegum stíl. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Alls eru 107 íbúðir á hótelinu, stúdíó og íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum. Allar íbúðirnar eru rúmgóðar og með auðvelt aðgengi fyrir hjólastóla í flestum. Allar eru búnar loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og lítilli eldhúsaðstöðu með ísskáp, örbylgjuofni, leirtaui og te- og kaffiaðstöðu. Á baðherbergi er sturta og hárþurrka. Allar íbúðir eru með svölum eða verönd. Hér er hægt að sérpanta íbúðir sem snúa út að sjó.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, snarlbar, hjólaleiga og líkamsræktaraðstaða.
Tvær góðar sundlaugar eru í garðinum, þar af ein barnalaug og eru þær upphitaðar á veturnar. Þá eru hér sólbekkir, sólhlífar og „bali beds“ og hér er einnig sundlaugarbar.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.