The Views Monumental er gott 4 stjörnu hótel vel staðsett í Funchal. Hótelið er staðsett í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Flott útsýni yfir Funchan og nágrenni er frá hótelinu.
Á hótelinu eru tvær sundlaugar, önnur þeirra er innilaug. Þar er einnig að finna góða heilsurækt. Fjöldi veitinga- og kaffihúsa er í næsta nágrenni við hótelið. Það tekur u.þ.b. 20 mínútur að ganga í miðbæ Funchal en einnig er hægt að nota strætisvagn sem stoppar rétt við hótelið.
Herbergin eru innréttuð í nútímalegum stíl og vel búin helstu þægindum.
Gott 4 stjörnu hótel frábærlega staðsett við ströndina.