Hér er um að ræða gott hótel sem staðsett ofarlega á Amerísku ströndinni. Um 30 mínútna gangur er niður að Laugaveginum og á næstu strönd og um 1 km í Siam Park vatnsrennibrautagarðinn. Mikið er um græn svæði og tré í kringum hótelið.
Hótelið leggur mikla áherslu á að taka vel á móti íþróttafólki, hér er stutt er að fara á golfvöllinn (um 200 metrar). Þá er hér einnig líkamsræktaraðstaða og heilsulind sem býður upp á allskyns meðferðir gegn auka gjaldi. Hótelið er cycling friendly og býður upp á góða aðstöðu og verkstæði fyrir hjólreiðafólk. Starfsfólk hótelsins getur bent á góðar leiðir frá hótelinu til að fara í hjólreiðatúra.
Hótelið er smekklega innréttað í ljósum litum og með öllum helstu þægindum. Móttakan er opin allan sólarhringinn.
Á þessu hóteli er hægt að bóka duplex herbergi, svítu eða íbúð með einu svefnherbergi. Öll eru búin öryggishólfi, sjónvarpi, mini-bar (litlum ísskáp) og svölum eða verönd og á baðherbergi er ýmist baðkar eða sturta og hárþurrka.
Duplex herbergin eru á tveimur hæðum og aðeins ætluð fyrir fullorðna. Í þessari íbúð er hitastýring og eru þær með garðsýn. Hægt er að panta duplex með golfvallarsýn gegn auka gjaldi.
Svítur eru herberig með smá setustofu ásamt skrifborðsaðstöðu. Allar standard svítur eru með garðsýn. Hér er loftkæling og sturta. Hægt er að panta svítu með golfvallarsýn gegn auka gjaldi.
íbúðir með einu svefnherbergi er að auki eldhúskrókur með ísskáp. Setustofa er í herberginu ásamt skrifborðsaðstöðu. Allar snúa út að garði.
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, annar þeirra býður upp á hlaðborð, snarl-bar í garðinum og kokteilabar sem er opinn á kvöldin og er með ýmsa skemmtidagskrá.
Tvær sundlaugar eru í garðinum og grunn buslulaug fyrir börn, allar sundlaugar eru upphitaðar. Þá er hér einnig leikvöllur fyrir þau yngstu og leiktækjasalur fyrir eldri börn. Barnaklúbbur er starfræktur á hótelinu. Alls kyns skemmtidagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa.
Frá 1.maí - 31.júlí verður uppfærsla á húsgögnum á hótelinu en það mun ekki hafa neinn hávaða í för með sér né valda gestum óþægindum.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.