Grand Hotel Tiziano
Hótellýsing

Grand Hotel Tiziano er stórt ráðstefnuhótel staðsett í u.þ.b. 15 mínútna göngufjarlægð frá Dómukirkjutorginu og miðbæ Lecce. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu. Á hótelinu er veitingastaður, morgunverðarsalur, bar, heilsulind og einnig hótelgarður með sólbaðsaðstöðu og útisundlaug sem er opin hluta ársins.

ATH. Heilsulindin er lokuð tímabundið vegna viðhalds. Einnig er aðallyfta hótelsins í viðgerð, en minni lyftur eru í notkun fyrir gesti. – 29.09.23

ATH. gestir sem ætla að borða kvöldverð á hótelinu þurfa að panta borð með dags fyrirvara.

Á hótelinu eru 243 stílhrein herbergi. Á öllum herbergjum eru sími, sjónvarp, minibar og loftkæling.
- Classic 203 herbergi – 21 m² – sími, sjónvarp, minibar, loftkæling
- Superior 68 herbergi – 28 m²  – eru nýrri en classic herbergin, sími, sjónvarp, minibar, loftkæling

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.