Higueron Hotel Málaga
Hótellýsing

Higueron hótel er glæsilegt hótel sem er partur af Hilton hótelkeðjunni. Mælt er með að gestir sem bóka sig á þetta hótel séu að lágmarki 16 ára gamlir. Hótelið snýr að Miðjarðarhafinu og er staðsett nálægt miðbæ Malaga, fallegum ströndum og fjörugu næturlífi.

Hér er móttakan opin allan sólarhringinn og boðið er upp á fría skutlu á ströndina, að lestarstöðinni og í verslunarmiðstöðina. 

Herbergin eru nýtískulega innréttuð og smart. Þau eru öll útbúin helstu þægindum, en þar má meðal annars finna 42“ tommu sjónvarp og expresso kaffivél. Inn á baðherbergi er bæði baðkar og sér sturta. Að auki er hægt að bóka Deluxe herbergi, með eða án sjávarsýnar, en þau herbergi eru stærri og rúmbetri og hafa auk þess sjónvarp og mini-bar.

Fimm veitingastaði og tvo bari má finna á þessu hóteli, þar af tvo veitingastaði sem státa af Michelin stjörnu kokki, Sollo by Diego Gallegos og The Club. Morgunverður er framreiddur á Chupaedo en þar má einnig snæða hádegismat. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á þeim fjölmörgu stöðum sem í boði eru, en boðið er meðal annars upp á asíska, brasilíska og spænska matargerð sem kitlar bragðlaukana. Að auki er hægt að panta úrval ferskra drykkja, kokteila og smárétta á börum hótelsins.

Á hótelinu má finna sundlaug, bæði inni og úti, heilsurækt og spa, þar sem hægt er að bóka ýmsar nudd- og snyrtimeðferðir gegn gjaldi. Íþróttaklúbbur er starfræktur á hótelinu en þar er m.a. hægt að spila tennis, strandblak og körfubolta ásamt mörgu öðru.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Glæsilegt hótel sem hentar þeim sem vilja lúxus í fríinu!