H10 Atlantic Sunset
Hótellýsing

H10 Atlantic Sunset er nýtt glæsilegt hótel staðsett í Playa Paraiso. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á þessu svæði undanfarin ár og mörg glæsileg hótel hafa risið þar. Staðsetningin er u.þ.b. 14 km frá Amerísku ströndinni. Umhverfið er stórbrotið og frá hótelinu er einstakt útsýni út á hafið.

Herbergin eru rúmgóð (um 40fm) og innréttuð í ljósum stíl. Öll eru þau búin sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi), loftkælingu, öryggishólfi og á baðherbergi eru sloppar, inniskór, stækkunarspegill og hárþurrka. Öll herbergin eru með góðum svölum eða verönd. Herbergi sem eru bókuð með sjávarsýn fá morgunsólina á svalirnar hjá sér. Hér er hægt að panta herbergisþjónustu gegn gjaldi. 

Junior svítur eru stærri en tvíbýlin á hótelinu og er með stofu þar sem er sjónvarp og svefnsófi. Þá eru hér einnig stærri svalir.

Fjölskylduherbergin eru eins og tvíbýlin, en hafa auka rúm fyrir börnin. 

Privilege herbergin eru með sjávarsýn, handklæðaþjónustu og auknum þrifum á herbergi. Einnig njóta þeir sem bóka slík herbergi sérstakrar þjónustu. 

Privilege þjónusta býður upp á aðgang að sérstöku lounge þar sem er bar, sjónvarp og tölvur. Þá er einnig sér sundlaugarsvæði fyrir þá sem eru með þessa þjónustu en þar er upphituð infinity sundlaug og heitur pottur og er það staðsett á þakinu. Þetta svæði er aðeins fyrir fullorðna. Einnig fá gestir aðgang að sér veitingastað, frían aðgang að heilsulindinni auk sérkjöra á meðferðum. 

Hótelið er gott í alla staði og mjög rúmgott. Hér eru fimm veitingastaðir og sex barir. Þá er þar glæsileg heilsurækt og líkamsræktaraðstaða sem opin er allan sólarhringinn. Fyrir golfáhugafólk þá er Golf Costa Adeje í 4 km fjarlægð. Þá er hér einnig leikvöllur fyrir börnin, krakkaklúbbur (4-12 ára) og er skemmtidagskrá fyrir fullorðna og börn flest kvöld. Hægt er að hlaða rafskutlur á þessu hóteli. 

Alls eru fimm sundlaugar í garðinum, þar af ein upphituð, og margir staðir þar sem hægt er að koma sér notalega fyrir yfir daginn. Ein barnalaug er með góðu leiksvæði fyrir yngstu börnin. Einnig er svæði í garðinum sem eingöngu er ætlað fyrir fullorðna þannig að allir ættu að finna sér svæði í garðinum við sitt hæfi.

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.  

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Stórglæsilegt nýtt hótel staðsett í rólegu umhverfi