H10 Conquistador
Hótellýsing

Hér er um að ræða fallegt hótel á góðum stað á Amerísku ströndinni, sem er óhætt að mæla með. Hótelið er staðsett alveg við ströndina og í stuttu göngufæri við „Laugarveginn“. 

Allt hótelið er innréttað í björtum stíl og býður góða og fjölbreytta þjónustu fyrir allan aldur. 

Herbergin eru nútímalega innréttuð með vott af kanarískum stíl. Öll þeirra eru notaleg en þau eru ekki mjög stór. Öll herbergin eru búin mini-bar (gegn gjaldi), sjónvarpi, loftkælingu og öryggishólfi (gegn gjaldi). Öll eru með svölum eða verönd. Á baðherbergi er ýmist baðkar eða sturta, hárþurrka og stækkunarspegill. Í herbergin hér má aðeins bóka að hámarki tvo fullorðna og eitt barn eða þrjá fullorðna. Þriðji rúmið er alltaf beddi. 

Hér er einnig hægt að bóka Privilege herbergi en þau hafa að auki sjávarsýn, öryggishólf án gjalds, Nespresso kaffivél, sloppa, inniskó og sundlaugarhandklæði og aðgang að sér svæði fyrir þá sem njóta þessarar þjónustu.

Privilege þjónustan inniheldur aðgang að sérstöku svæði þar sem er bar, sjónvarp og tölvuaðstaða. Sér innritun er fyrir þá sem eru í þessari þjónustu. Þá er einnig sér svæði á glæsilegri þakverönd þar sem er að finna nuddpott, „Bali rúm“ og sólbekki en einnig er lokað svæði fyrir gestina í sundlaugargarðinum. Gestirnir fá einnig sérkjör í heilsulindina.

Á hótelinu eru fimm veitingastaðir, kaffihús, tveir barir, líkamsræktaraðstaða, heilsulind, lítil verslun og tennisvöllur (gegn gjaldi). Þá er hér þjálfarateymi, barnaklúbbur fyrir 4-12 ára, unglingaklúbbur fyrir 13-17 ára, leikvöllur og á kvöldin er skemmtun fyrir allan aldur. 

Í garðinum eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug, sundlaugarbar, sólbekkir og sólhlífar. Hægt er að ganga beint úr garðinum að ströndinni. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.