H10 Costa Adeje Palace
Hótellýsing

Hér er um að ræða góðan gistivalkost sem tilheyrir H10 hótelkeðjunni og tryggir þér góða umgjörð um fríið fjarri ys og þys miðbæjarins. Hótelið er staðsett á Costa Adeje svæðinu en er ekki miðsvæðis. Hótelið hefur þó verið að bjóða á ákveðnum tímum dags ferðir á Playa de las Americas svæðið án endurgjalds fyrir gesti sína. 

Hótelið stendur alveg við ströndina og býður góða þjónustu fyrir allan aldur.

Á hótelinu eru 467 herbergi, öll vel búin öllum þægindum, björt og snyrtilega innréttuð herbergi. Öll herbergin eru búin sjónvarpi, loftkælingu, síma, skrifborði og svölum eða verönd. Á baðherbergi er hárþurrka og stækkunarspegill. Þá er hægt að greiða aukalega fyrir ýmislegt annað eins og mini-bar, ketil, Nespresso kaffivél og öryggishólf. Einnig er hægt að fá sloppa og inniskó gegn auka gjaldi á baðherbergi.   

Fjölskylduherbergin eru stærri en venjuleg tvíbýli og eru hönnuð fyrir fjölskyldur með börn. 

Superior herbergin hafa að auki Nespresso kaffivél eða hitaketil án gjalds, Cava flösku við komuna, sloppa, inniskó og sundlaugarhandklæði. 

Privilege herbergin eru með stærra sjónvarpi, hitaketil, Nespresso kaffivél, sloppa, inniskó, öryggishólf án gjalds, sundlaugarhandklæði og njóta þjónustu Privilege. Hægt er að óska eftir sléttujárni hér. 

Privilege þjónusta býður upp á aðgang að sérstöku lounge þar sem er bar, sjónvarp og tölvur. Þá er einnig sér sundlaugarsvæði fyrir þá sem eru með þessa þjónustu en þar er upphituð infinity sundlaug og heitur pottur. Þetta svæði er aðeins fyrir fullorðna. Einnig geta gestir nýtt sér fría sauna einu sinni á dvölinni og fá 25% afslátt af meðferðum í heilsulindinni. 

Í garðinum eru fjórar sundlaugar, ein þeirra er ferskvatnslaug, ein upphituð á veturna, ein saltvatnslaug og ein barnalaug. Þá eru hér einnig tvær infinity sundlaugar, ætlaðar aðeins fullorðnum, ein þeirra aðeins ætluð þeim sem eru með Privilege þjónustu. Þá er hér einnig lítill sundlaugargarður fyrir börnin. 

Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir og fjórir barir, þar af er einn hlaðborðsveitingastaður, „A la carte“ veitingastaður, asískur veitingastaður, snarl-bar, kokteilabar, sundlaugarbar og skemmtistaður þar sem allar helstu skemmtanir fyrir börn og fullorðna eru haldin. 

Þá er hér einnig góð heilsulind með líkamsræktaraðstöðu og sundlaug. Þá er hægt að nýta sér bílastæði hótelsins og hjólageymslu/stæði. Leikvöllur fyrir börnin er til staðar, mini-golfvöllur og þá er starfræktur barnaklúbbur fyrir 4-12 ára. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.