H10 Gran Tinerfe er gott hótel, frábærlega staðsett við Costa Adeje ströndina. Hótelið er einungis fyrir fullorðna - 18 ára og eldri. Aðeins tekur nokkrar mínútur að ganga niður að strönd. Fjölbreytt þjónusta, veitinga- og kaffihús og verslanir eru staðsett í næsta nágrenni.
Á hótelinu eru 365 herbergi. Herbergin eru rúmgóð og vel búin helstu þægindum eins og sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi), loftkælingu og góðu baðherbergi með stækkunarspegli og hárþurrku. Öll eru með góðum svölum eða verönd.
Superior herbergin hafa að auki Nespresso kaffivél, frítt öryggishólf, sloppa og inniskó.
Privilege herbergin hafa að auki Nespresso kaffivél, frítt öryggishólf, sloppa og inniskó. Einnig eru þau með handklæðaþjónustu og njóta þeir sem bóka slík herbergi sérstakrar þjónustu.
Privilege þjónusta býður upp á aðgang að sérstöku lounge þar sem er snarl í boði, sjónvarp og tölvur. Einnig fá gestir sér þjónustu í morgun- og kvöldverð sem og sérkjör í meðferðir í heilsulindinni. Þá er einnig sér svæði með nuddpotti, Bali rúmum og sólbekkjum.
Góður garður er á hótelinu sem og fín sólbaðsaðstaða. Í garðinum eru alls þrjár sundlaugar, þar af ein upphituð og tveir nuddpottar.
Fjölbreytt úrval af veitingum eru á hótelinu og margir staðir sem hægt er að setjast niður og fá sér snarl og njóta útsýnisins yfir hafið og næsta nágrenni. Gestir í hálfu fæði snæða morgun og kvöldverð á hlaðborðsveitingastaðnum Los Meneceys en aðrir veitingastaðir á hótelinu bjóða hádegisverð og létt snarl yfir daginn. Að auki rekur hótelið pizzastað á ströndinni.
Fjölbreytt skemmti- og hreyfidagskrá er í boði yfir daginn í hótelgarðinum og á kvöldin er ýmiskonar skemmtidagskrá.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Vel staðsett hótel fyrir aðeins fullorðna