Hér er um að ræða fallega hótel, afar vel staðsett á Amerísku ströndinni. Hótelið er í stuttu göngufæri við ströndina og alla helstu þjónustu á svæðinu.
Hótelið er nokkuð stórt og býður fjölbreytta og góða þjónustu.
Hér eru 519 herbergi, notalega innréttuð en ekki mjög stór. Öll herbergin eru búin sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi), loftkælingu og á baðherbergi er hárþurrka. Hægt er að bóka herbergi með sjávarsýn gegn auka gjaldi.
Hér er einnig hægt að bóka Privilege herbergi en þau hafa að auki sjávarsýn, öryggishólf án gjalds, Nespresso kaffivél, sloppa, inniskó og sundlaugarhandklæði og á baðherbergi er stækkunarspegill.
Privilege þjónustan inniheldur aðgang að sér svæði með útsýni yfir sjóinn og drykki og snarl í boði. Þar eru einnig tölvuaðstaða og setusvæði. Þá er einnig sér útisvæði með aðgang að nuddpotti og sólbekkjum. Einnig er sér innritun í boði fyrir farþega sem eru með bókaða þessa þjónustu.
Á hótelinu er að finna hlaðborðsveitingastað, þrír „A la carte“ veitingastaðir þar af einn ítalskur, einn asískur (börn undir 8 ára eru ekki leyfð hér) og einn með stórkostlegu útsýni yfir sjóinn. Þá er hér einn snarl-bar í garðinum, en þar er skemmtidagskrá á kvöldin á sumrin. Þá eru hér einnig þrír barir og eitt kaffihús og líkamsræktaraðstaða.
Hér er barnaklúbbur fyrir 4-11 ára á sumrin og á jólunum. Klúbburinn er með allskonar afþreyingu í boði fyrir börnin sem og mini-disco á kvöldin. Einnig er leikvöllur fyrir börn innandyra.
Garðurinn er stór og fallegur en þar eru tvær sundlaugar (ein upphituð á veturna) og ein barnalaug (upphituð á veturna), sólbekkir og sólhlífar.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.