H10 Tenerife Playa
Hótellýsing

H10 Tenerife Playa er gott hótel, staðsett á norðurhluta eyjunnar í bænum Puerto de la Cruz. Aðeins tekur nokkrar mínútur að ganga niður að strönd og stutt er að fara í Loro Parque skemmtigarðinn og Lago Martiánez. 
Fjölbreytt þjónusta, veitinga- og kaffihús og verslanir eru staðsett í næsta nágrenni. 

Á hótelinu eru 324 herbergi. Herbergin eru rúmgóð og vel búin helstu þægindum eins og sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi), öryggishólfi (gegn gjaldi), loftkælingu og góðu baðherbergi með hárþurrku. 

Tvíbýli eru rúmgóð með hjónarúmi eða tveim einstaklingsrúmum. Svalir eru á þessum herbergjum með sundlaugarsýn. Einnig er hægt að fá sjávarsýn gegn auka gjaldi.

Privilege herbergi hafa að auki sjávarsýn, öryggishólf án gjalds, Nespresso kaffivél, sloppa, inniskó og sundlaugarhandklæði og á baðherbergi er stækkunarspegill. 

Svítur eru mjög rúmgóðar með setuaðstöðu og útsýni af svölum yfir sundlaugargarðinn. Hægt að fá hjónarúm eða tvö einstaklingsrúm.

Privilege þjónustan inniheldur aðgang að sér svæði með útsýni yfir sjóinn og drykki og snarl í boði. Þar eru einnig tölvuaðstaða og setusvæði. Þá er einnig sér útisvæði með aðgang að nuddpotti og sólbekkjum. Einnig er sér innritun í boði fyrir farþega sem eru með bókaða þessa þjónustu. 

Á hótelinu er að einn veitingastað og tvo bari. Á barnum í móttökunni er lifandi tónlist og skemmtidagskrá á kvöldin.

Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu ásamt heilsulind með saunu, tyrknesku baði og þaksvölum. Hægt er að panta tíma í nudd og fleiri meðferðir gegn gjaldi.

Garðurinn er stór og fallegur en þar eru tvær sundlaugar (ein upphituð á veturna) og ein barnalaug (upphituð á veturna), nuddpottur, sólbekkir og sólhlífar. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.