Hér er um að ræða mjög vinsælt og vel staðsett íbúðarhótel í Los Cristianos. Stuttur gangur er á ströndina og í miðbæinn.
Hótelið hentar vel fyrir allan aldur en góð þjónusta er á hótelinu sem fær farþega okkar til að sækja aftur og aftur hingað. Hér er móttakan opin allan sólarhringinn.
Hér er hægt að bóka stúdíó íbúð eða íbúð með einu svefnherbergi. Íbúðirnar eru rúmgóðar og snyrtilegar. Stúdíó íbúðirnar eru um 30fm og íbúðirnar um 45fm. Allar eru búnar síma, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi), viftu, eldhúskrók með eldunaraðstöðu, ísskáp og hitakatli og á baðherbergi er ýmist baðkar eða sturta og hárþurrka. Allar eru þær með svölum eða verönd með húsgögnum. Hægt er að bóka íbúðir með sundlaugarsýn gegn auka gjaldi.
Vinsamlegast athugið að aðeins stúdíó íbúðir eru í lyftuhúsnæðinu.
Á hótelinu er ýmis þjónusta í boði en hér er veitingastaður og bar, lítil verslun, þvottaaðstaða (gegn auka gjaldi), billiardborð, líkamsræktaraðstaða og gufubað. Hægt er að panta nudd á hótelinu.
Garðurinn er með góðri sólbaðsaðstöðu, sundlaug (upphituð á veturna) og barnalaug auk barnaleiksvæðis.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu gegn gjaldi, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega og geta því ekki staðfest hvort farþegar séu í byggingu með lyftu eða ekki.