Fallega hönnuð og góð íbúðargisting, staðsett efst í hlíðum Los Cristianos. Hótelið býður upp á rútuferðir að ströndinni, en nánari upplýsingar fást í móttöku hótelsins.
Hótelið býður upp á þjónustu og aðstöðu fyrir alla fjölskylduna, en hér eru stórar íbúðir sem taka allt að fimm aðila. Á hótelinu eru 335 íbúðir, snyrtilegar og rúmgóðar. Allar eru vel búnar með litlum ísskáp, eldunaraðstöðu, sjónvarpi og DVD tæki, öryggishólfi, loftkælingu, kaffivél og ketil. Á baðherbergi er ýmist sturta eða baðkar og hárþurrka. Hafa ber í huga að íbúðirnar eru mjög mismunandi og því ekki allar nákvæmlega eins.
Hægt er að óska eftir barnavörum eins og baðkari, sólhlíf, matarstól og öryggisstöng á rúm. Athugið að það er ekki hægt að panta þetta fyrir fram, heldur aðeins leggja inn ósk.
ATH. Að ekki eru lyftur í öllum blokkum hótelsins. Tvær þeirra eru ekki með lyftum.
Öll almenn aðstaða er ágæt og nóg um að vera fyrir allan aldur. Á hótelinu er að finna líkamsræktaraðstöðu (fyrir 18 ára og eldri), heilsulind, leikherbergi (e. game room), matvöruverslun, þvottaaðstaða (gegn gjaldi), hlaðborðsveitingastaður og bar.
Garðurinn er fallegur með þremur sundlaugum og sundlaugabar og þar er hægt að sitja og njóta drykkja og léttra veitinga. Þá er skemmtidagskrá í boði á kvöldin fyrir alla aldurshópa og á miðvikudögum er grillveisla. Þá er starfræktur barnaklúbbur fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar má nálgast ýmsar upplýsingar um t.d. skoðunarferðir og alla almenna þjónustu.
Vert er að taka fram að hótelið er staðsett efst í hlíðum Los Cristianos og hentar því ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Rúta gengur þó niður á strönd yfir daginn, bæði til Los Cristianos og til Playa de Las Americas.
ATH. Rúta Heimsferða kemst ekki alltaf alveg að hótelinu og þurfa farþegar því að ganga um 50m upp brekku til að komast að því.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.