Hotel Blue Sea Lagos de Cesar
Hótellýsing

Hér er um að ræða vel staðsett hótel við bæinn Puerto de Santiago. Hótelið er í um 400 metra fjarlægð frá svartri sandströnd og skammt frá Los Gigantes klettunum. Staðsetning hótelsins hefur mælst vel fyrir hjá gestum, þægilegt og rólegt umhverfi en þó stutt í fjörið fyrir þá sem það kjósa.

Á hótelinu eru 116 herbergi sem eru öll vel búin helstu þægindum. Öll herbergi eru með loftkælingu, mini-bar (gegn gjaldi), sjónvarpi, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi) og svölum eða verönd. Á baðherbergi er hárþurrka. 

Hótelið býður góða þjónustu en þar er að finna veitingastað, líkamsræktaraðstöðu, billiard borð, borðtennisborð og krakkaklúbb. Alhliða skemmtidagskrá er í boði fyrir allan aldur. Móttakan er opin allan sólarhringinn.

Í garðinum er leikvöllur, stór sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstaða. Einnig er slökunarsvæði sundalaugarbar. 

ATH. Heimsferðir bjóða ekki upp á akstur á þetta hótel.  

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.