Hotel Dream Gran Tacande er eitt allra glæsilegasta hótelið á Tenerife. Hótelið er staðsett rétt við ströndina Playa del Duque í Costa Adeje og í 10 mínútna göngufæri við miðbæ Adeje. Tvær verslunarmiðstöðvar eru í göngufæri, Plaza del Duque sem er staðsett um 100 m frá hótelinu og The Corner Shopping Center sem er nær ströndinni.
Hótelið er glæsilega innréttað, í senn nútímalega en þó í sveitastíl Kanaríeyjanna sem skapar sérlega hlýlegt andrúmsloft. Á hótelinu eru 250 herbergi sem eru afar rúmgóð og eru um 45 fm² að stærð. Þau eru öll búin sjónvarpi, loftkælingu, öryggishólfi, mini-bar, Bluetooth hátalara og svölum eða verönd. Á baðherbergi má finna hárblásara, snyrtivörur og straustöð. Auk þess er hægt að bóka svítur sem eru 80 fm² að stærð.
Á hótelinu er meðal annars leikherbergi fyrir börnin, líkamsræktarstöð og tveir veitingastaðir. Í hótelgarðinum, sem liggur nær alveg að ströndinni, má finna tvær saltvatns-sundlaugar, barnalaug, nuddpott, sundlaugarbar, sólbekki og sólhlífar. Hér er sérlega glæsileg heilsulind með allri þeirri þjónustu, gegn gjaldi, sem mann dreymir um að njóta í fríinu sínu.
Plaza San Sebastian er sér svæði með „infinity“ sundlaug og nuddpottum. Opið frá 10-18 alla daga.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Glæsilegt hótel í alla staði