Mjög vel staðsett hótel, á Amerísku ströndinni og afar vinsælt meðal Íslendinga. Hótelið býður upp á góða og fjölbreytta þjónustu og leggur mikla áherslu á að fjölskyldur finni sem flest við sitt hæfi.
Hér eru 308 herbergi, 204 af þeim eru standard tvíbýli og 104 Club Alexander. Herbergin eru björt og nútímalega innréttuð. Öll herbergin eru búin skrifborði, skáp, loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi) og mini-bar (gegn gjaldi), svölum eða verönd. Á baðherbergi er hárþurrka.
Club Alexander herbergin eru með fallegt sjávarútsýni. Þeir sem bóka þessa tegund af herbergi eru með daglegan aðgang að heilsulindinni (fyrir 16 ára og eldri), Nespresso kaffivél, sloppa og inniskó á herberginu.
Á hótelinu er bar, sér slökunarsvæði með nuddpotti, snyrtistofa, heilsulind (fyrir 16 ára og eldri), líkamsræktaraðstaða, tveir veitingastaðir og bar.
Í garðinum eru tvær sundlaugar, ein þeirra upphituð á veturna. Þá er einnig upphituð barnalaug með leiksvæði, sólbekkir og sólhlífar. Hægt er að panta sundlaugarhandklæði gegn auka gjaldi.
Hér er starfræktur mjög vandaður barnaklúbbur í stóru rými fyrir yngstu gestina. Þeir eru meðal annars með leiksvæði, mini-kvikmyndahús og spilaklúbb.
Á hótelinu er einnig alltaf eitthvað um að vera fyrir alla aldurshópa og á kvöldin er skemmtidagskrá.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.