Hotel Golden Residence
Hótellýsing

Hotel Golden Residence er 4 stjörnu hótel staðsett á suðurhluta eyjunnar með fallegu útsýni yfir Atlantshafið og klettótta strandlengju Madeira. Hótelið er í um 15 mín keyrslu frá gamla bænum í Funchal. 

Herbergin eru klassísk í hönnun og öll með loftkælingu, sjónvarpi, síma, mini bar, ókeypis internettengingu og baðherbergi ásamt hárþurrku. Veitingastaður er á hótelinu ásamt bar. 

Hótelið ser snyrtilegt, bjart og hannað í skemmtilegum litum. Fallegur en lítill sundlaugargarður er við hótelið og stórkostlegt útsýni yfir hafið. Á hótelinu er að finna heilsulind (gegn gjaldi) og líkamsræktaraðstöðu. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu. 

Gott 4 stjörnu hótel með fallegu útsýni.