Hotel Jardin D´Ajuda er einfalt 3* hótel staðsett í 4 km fjarlægð frá miðbæ Funchal, 50 metrum frá verslunarmiðstöðinni „Madeira Forum“ en þar er að finna úrval veitingastaða og bara. Hótelið er einungis í 5 mínútna göngufjarlægð frá strandlengjunni.
Á hótelinu eru 277 herbergi, öll innréttuð í klassískum stíl. Öll herbergin eru búin loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi og síma, annað hvort með útsýni til hafs eða til fjalla. Á baðherbergi má finna hárþurrku.
Á hótelinu er garður með sundlaug, sólbekkjum og sólhlífum ásamt því er bar á sundlaugarsvæðinu. Þá er hér einnig innisundlaug, líkamsræktaraðstaða og gufubað. Veitingastaður er á hótelinu þar sem boðið er upp á morgunverðarhlaðborð og a la carte kvöldverð.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.