Hér er um að ræða glæsilegt hótel, staðsett við 800 metra langa strandlengju og snekkjubátahöfn í bænum Podstrana. Bærinn er staðsettur um 10 kílómetra frá miðbæ Split eða í um 20 mínútna akstursfjarlægð.
Hér er móttakan opin allan sólarhringinn og hótelið býður upp á fjölbreytta og góða þjónustu.
Á hótelinu eru 378 vel búin herbergi, öll með sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi), öryggishólfi, te- og kaffiaðstöðu og loftkælingu. Á baðherbergi er hárþurrka, sloppar og inniskór. Á öllum herbergjum eru svalir. Hægt er að panta herbergisþjónustu, allan sólarhringinn, gegn auka gjaldi.
Hér má finna barnaklúbb, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og snyrtistofu. Þá er hér veitingastaður sem býður aðeins upp á morgunverð, einn króatískur veitingastaður, einn ítalskur veitingastaður og strandklúbbur. Einnig má finna hlaðborðsveitingastað og tvo bari.
Á hóteli er einnig tennisvöllur, sundlaugargarður, sólhlífar og sólbekkir.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Fallegt hótel við strönd