Hotel Momentum
Hótellýsing

Hótel Momentum er 24 herbergja fallegt hótel staðsett ofarlega í hjarta Budva. 20  mínútna ganga er í Tq Plaza verslunarmiðstöðina ásamt fjölda veitingastaða. 

Hótelið er fallegt í nútímalegum stíl. Hótelgarðurinn er gróðursæll og fallegur. Hér er móttakan opin allan sólarhringinn.

Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð. Í öllum herbergjum eru loftkæling, sjónvarp, mini-bar, rafmagnsketill, öryggishólf og svalir, á baðherbergi er hárþurrka, stækkunarspegill og inniskór.

Á hótelinu eru 3 sundlaugar sem eru opnar yfir sumarmánuðina. Sólbekkir og sólhlífar eru umhverfis laugarnar.

Veitingastaður og bar er á hótelinu. Á veitingastaðnum er boðið upp á miðjarðarhafsrétti ásamt alþjóðlegum mat. Hér er boðið upp á morgunverðarhlaðborð.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.