Hotel O7 Tenerife
Hótellýsing

Hótel O7 Tenerife er fallegt hótel staðsett í rólegu umhverfi í Puerto de la Cruz. Um tíu mínútna gangur er niður á ströndina og eru verslanir, veitingastaðir og ýmis afþreying í göngufæri frá hótelinu. Loro Parque dýragarðurinn er einungis í þriggja kílómetra fjarlægð.

Herbergin eru vel búin, rúmgóð og fallega innréttuð. Í þeim öllum má finna sjónvarp, síma, öryggishólf (gegn gjaldi) og lítinn ísskáp. Hárþurrka er inni á baðherbergjum og fylgja auk þess svalir eða verönd öllum íbúðum. 

Ýmsa þjónustu er hægt að nýta sér á hótelinu en hér má t.d. finna góða líkamsræktaraðstöðu og tennisvöll. Heilsulind þar sem hægt er að bóka hinar ýmsu líkamsmeðferðir gegn gjaldi.

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður sem býður upp á spænskan og alþjóðlegan mat. Auk veitingastaðarins er bar á hótelinu.

Garður hótelsins gróðursæll og snyrtilegur með sundlaug og potti. Sólbekkir eru við sundlaug.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.