Hotel Ora
Hótellýsing

Hotel Ora er gott hótel staðsett í rólegu umhverfi um 2 km frá miðbæ Split. Þá er Trstenik ströndin í nokkurra mínútna göngufjarlægð. 

Hótelið er smekklega innréttað í nútímalegum stíl. Herbergin eru rúmgóð og öll búin sjónvarpi, öryggishólfi, loftkælingu og mini-bar. Á baðherbergi er ýmist sturta eða baðkar en á öllum eru nauðsynjavörur og hárþurrka. 

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaðurinn Allora sem er þekktur fyrir glæsilegan morgunverð og brunch í hádeginu. Þá er hér einnig lítil líkamsræktarstöð og kaffibar.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Fallegt og nútímalegt hótel með góða þjónustu